Verkaskipting

Raddir og verkefnisstjóri þeirra

 • Kynna keppnina á haustin og senda fulltrúa á kynningar- og fræðslufundi fyrir kennara og skólastjóra eftir því sem óskað er og þörf er á.
 • Láta prenta veggspjald keppninnar.
 • Aðstoða kennara við val á bestu lesurum hvers skóla ef óskað er.
 • Velja það efni sem flutt er við lokahátíð keppninnar í hverju héraði.
 • Afla bókaverðlauna handa öllum sem þátt taka í lokahátíð í héraði.
 • Afla sérstakra verðlauna í þrjú efstu sæti á lokahátíð.
 • Taka þátt í að skipuleggja lokahátíð í samvinnu við heimamenn.

Skólaskrifstofa 

 • Er tengiliður verkefnisstjóra Radda við kennara og skólastjóra.
 • Skipuleggur og boðar kynningar, fræðslufundi og lokahátíð.
 • Hefur yfirumsjón með framkvæmd keppninnar í héraði frá upphafi til enda.


Skólastjóri

 • Gerir kennurum og nemendum kleift að taka þátt í keppninni með velvilja sínum og stuðningi.
 • Er kennurum innan handar og liðkar til með stundaskrá og húsnæði til að unnt sé að standa myndarlega að lokahátíð í skólanum sjálfum.


Kennari

 • Tekur formlega ákvörðun um að taka þátt í keppninni með nemendum sínum. Þar með hefur hann ákveðið að taka upp ákveðna kennsluhætti í skólastofunni sem nær til allra nemenda í bekknum. Nemendur eru þar með allir formlegir þátttakendur í keppninni.
 • Leiðbeinir nemendum sínum um vandaðan upplestur.
 • Skipuleggur lokahátíð í skólanum í samráði við skólastjóra og velur efni til upplestrar í samráði við nemendur.
 • Gætir þess að upplestur í skólanum sé bæði lesurum og áheyrendum fyrst og fremst til yndis og ánægju.


Héraðsnefnd

 • Er kennurum innan handar við að vekja áhuga foreldra og foreldrafélaga á keppninni.
 • Aðstoðar kennara og skólaskrifstofu við að fá hæft fólk í dómnefnd til að velja bestu lesara hvers bekkjar, skóla eða héraðs.
 • Er skólaskrifstofum til halds og trausts við undirbúning og framkvæmd lokahátíðar í héraði, einkum við að afla veitinga hjá fyrirtækjum í héraðinu og útvega tónlistaratriði eða annað skemmtiatriði á undan og eftir sjálfri keppninni.