Leiðbeiningar og fræðsla
Árið 1998 lét undirbúningsnefnd keppninnar gera myndbandið Hátt og snjallt um vandaðan upplestur, 22 mínútur að lengd.
Á bandinu er fjallað um hvernig lesari nær sambandi við áheyrendur, um góða líkamsstöðu, rétta öndun, skýran framburð sérhljóða og samhljóða, áherslu, hrynjandi, hljómfall og raddbeitingu.
Enn fremur er vikið nokkuð að því hvernig upplestur er undirbúinn með því að athuga textann sjálfan, gefinn gaumur að hugblæ hans, áhersluorðum og hrynjandi. Myndbandið er ætlað bæði kennurum og nemendum. Lýðveldissjóður, Málræktarsjóður og Mjólkursamsalan styrktu gerð bandsins en Bóksala kennaranema sér um dreifingu.
Hér er talið það kennsluefni sem helst fjallar um framburð og upplestur. Bent skal á að myndbandið Hátt og snjallt tengist einkum bók Margrétar Pálsdóttur (1992).
Kennslubækur
- Anna Jeppesen. 1994. Mál og túlkun – handbók kennara. Reykjavík, Námsgagnastofnun. 104 bls.
- Andresen, Solveig Gran, Jon Stenklev og Kare Hegseth. 1986. Þú hefur orðið, leiðbeiningar um ræðumennsku. Reykjavík, Menningar- og fræðslusamband alþýðu. 106 bls.
- Ásgeir S. Björnsson og Baldur Hafstað. 1988. „Eitt verð ég að segja þér…“ Listin að segja sögu. Reykjavík, Iðunn. 62 bls. [Tengist kennslubréfum frá Fræðsluvarpi og 4. þætti í myndaröðinni Málið og meðferð þess. Dreifing: Námsgagnastofnun.]
- Gunnar Árnason, Erlendur Kristjánsson og Margrét Pálsdóttir. 1994. Vertu með! 1. hefti, 2. útgáfa. Reykjavík, Námsgagnastofnun og Æskulýðsráð ríkisins. 72 bls. [Skylt efni í 2. hefti og hugmyndamöppu.]
- Hilde Helgason, Margrét Pálsdóttir og Sverrir Páll Erlendsson. 1988. Orð í belg. Kennslubók í munnlegri tjáningu. Reykjavík, Mál og menning. 144 bls.
- Ingibjörg B. Frímannsdóttir, 2007. Mál er að mæla : framsögn - raddbeiting - tjáning. Reykjavík , Mál og menning. 127 bls.
- Margrét Pálsdóttir. 1992. Talað mál. Lesörk í munnlegri tjáningu. Reykjavík, Mál og menning. 95 bls. [Raddbeiting, framburður, málýskur, upplestur og æfingar.]
Hljóðsnældur
- Margrét Pálsdóttir. 1990. Hlustunarefni við Málvísi I. [Hlustunarefni sem tengist tveimur fyrstu köflum bókarinnar, ‘Málið í samskiptum manna' og ‘Talað mál'. Hefti fylgir]. Reykjavík, Námsgagnastofnun.
- Skólaljóð. 1986. Fjórar 90 mínútna snældur með upplestri úr skólaljóðum sem Kristján J. Gunnarsson tók saman. Óskar Halldórsson valdi kvæðin og sá um upptöku.
Myndsnældur
- Hátt og snjallt. 1997. [myndband] Höfundar: Björg Árnadóttir og Sonja B. Jónsdóttir. Undirbúningsnefnd um landskeppni í upplestri gaf út. Lengd: 22 mínútur. Dreifing: Bóksala kennaranema.