Leiðbeiningar og fræðsla

 Sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninar 2015Árið 1998 lét undirbúningsnefnd keppninnar gera myndbandið  Hátt og snjallt um vandaðan upplestur, 22 mínútur að lengd. 
Á bandinu er fjallað um hvernig lesari nær sambandi við áheyrendur, um góða líkamsstöðu, rétta öndun, skýran fram­burð sérhljóða og sam­hljóða, áherslu, hrynjandi, hljómfall og raddbeitingu.
Enn fremur er vikið nokkuð að því hvernig upp­lestur er undirbúinn með því að athuga textann sjálfan, gefinn gaumur að hugblæ hans, áhersluorðum og hrynjandi. Myndbandið er ætlað bæði kenn­urum og nemendum. Lýðveldissjóður, Málræktarsjóður og Mjólkur­sam­salan styrktu gerð bandsins en Bóksala kennaranema sér um dreifingu.


Hér er talið það kennsluefni sem helst fjallar um framburð og upplestur. Bent skal á að myndbandið Hátt og snjallt tengist einkum bók Margrétar Pálsdóttur (1992).

Kennslubækur

  • Anna Jeppesen. 1994. Mál og túlkun – handbók kennara. Reykjavík, Náms­gagnastofnun. 104 bls.
  • Andresen, Solveig Gran, Jon Stenklev og Kare Hegseth. 1986. Þú hefur orðið, leiðbeiningar um ræðumennsku. Reykjavík, Menningar- og fræðslusamband alþýðu. 106 bls.
  • Ásgeir S. Björnsson og Baldur Hafstað. 1988. „Eitt verð ég að segja þér…“ Listin að segja sögu. Reykjavík, Iðunn. 62 bls. [Tengist kennslubréfum frá Fræðsluvarpi og 4. þætti í myndaröðinni Málið og meðferð þess. Dreifing: Námsgagna­stofnun.]
  • Gunnar Árnason, Erlendur Kristjánsson og Margrét Pálsdóttir. 1994. Vertu með! 1. hefti, 2. útgáfa. Reykjavík, Námsgagnastofnun og Æskulýðsráð ríkisins. 72 bls. [Skylt efni í 2. hefti og hugmyndamöppu.]
  • Hilde Helgason, Margrét Pálsdóttir og Sverrir Páll Erlendsson. 1988. Orð í belg. Kennslubók í munnlegri tjáningu. Reykjavík, Mál og menning. 144 bls.
  • Ingibjörg B. Frímannsdóttir, 2007. Mál er að mæla : framsögn - raddbeiting - tjáning. Reykjavík , Mál og menning. 127 bls.
  • Margrét Pálsdóttir. 1992. Talað mál. Les­örk í munn­legri tjáningu. Reykjavík, Mál og menning. 95 bls. [Raddbeiting, framburður, mál­ýskur, upplestur og æfingar.]

 

Hljóðsnældur

 

  • Margrét Pálsdóttir. 1990. Hlustunarefni við Málvísi I. [Hlustunarefni sem tengist tveimur fyrstu köflum bókarinnar, ‘Málið í samskiptum manna' og ‘Talað mál'. Hefti fylgir]. Reykjavík, Námsgagnastofnun.
  • Skólaljóð. 1986. Fjórar 90 mínútna snældur með upplestri úr skólaljóðum sem Kristján J. Gunnarsson tók saman. Óskar Halldórsson valdi kvæðin og sá um upptöku.

 

Myndsnældur

 

  • Hátt og snjallt. 1997. [myndband] Höfundar: Björg Árnadóttir og Sonja B. Jónsdóttir. Undirbúningsnefnd um landskeppni í upplestri gaf út. Lengd: 22 mínútur. Dreifing: Bóksala kennaranema.