Fréttasafn

Velkomin á heimasíðu Radda, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn!

11. júl. 2016

 

 

Kennarar fylla út sérstakt skráningarblað hér á vefsíðunni (sjá skráningarflipa efst á síðu).

Raddir bjóða námskeið um upplestur og framsögn, sem gjarnan eru haldin í október og nóvember.

Verkefnið sjálft hefst við hátíðlega athöfn í skólunum á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember.

Hér á vefnum geta kennarar, nemendur, foreldrar og aðrir velunnarar verkefnisins fundið allar upplýsingar um verkefnið og leiðbeiningar um kennslu.
Ef spurningar vakna eða þið viljið koma athugasemdum á framfæri má senda línu á netfangið upplestur@hafnarfjordur.is

Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin sjálf er í rauninni aukaatriði og forðast skyldi að einblína á sigur. Mestu skiptir að kennarar nýti þetta tækifæri til að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins með nemendum sínum, vandaðan upplestur og framburð, og fái alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Stefnt skyldi að því að allur upplestur í tengslum við keppnina sé fremur í ætt við hátíð en keppni. Þetta á ekki síst við um lokahátíð keppninnar.