Lokahátíðir

Röð lokahátíða vorið 2020

 

Dagur Sveitarfélag Staður Tími
 3. mars  Þjórsárskóli14:00 
4. mars
AkureyriKvosin MA16:30

ÍsafjörðurHamrar17:00
5. mars
Akureyri (utan)Kvosin MA

HveragerðiGrunnskólinn14:00

ReykjavíkGuðríðarkirkja15:00
6. mars Húsavík
16:00
9. mars Reykjavík Grafarvogskirkja 16:00
11. marsReyðarfjörðurGrunnskólinn16:00

ReykjanesHljómahöllin 16:30

Höfn Hafnarkirkja 16:00
12. mars EgilsstaðirGrunnskólinn 16:00

Reykjavík Ráðhús 16:30

Reykjavík Seljakirkja 16:00


Patreksskóli 17:00

Hólmavík Félagsheimilið
17:00
17. mars Hafnarfjörður Hafnarborg 17:00
18. mars Kópavogur Salurinn 16:30

Skagafjörður Sauðárkr. Fjölbr. 17:00
19. mars Grindavík Grindavíkurskóli 16:00

Blönduós Félagsheimilið 13:00
24. mars Reykjavík Grensáskirkja 15:30
26. mars Mosfellsbær  Lágafellsskóli 17:00 

Stykkishólmur Stykkishólmskirkja 18:00

Borgarbyggð Varmaland 14:00

Garðabær Vídalínskirkja 17:00
31. mars Kirkjubæjarklaustur
Grunnskólinn 14:00

Lokahátíð í héraði er skipulögð af skólaskrifstofu í samráði við Raddir og haldin undir stjórn hennar, en héraðsnefnd er skólaskrifstofu til aðstoðar. Nokkur hefð er komin á skipulag lokahátíðar í héraði og það sem hér er sagt miðast við reynslu undanfarinna ára.

Dæmi um einfalda dagskrá lokahátíðar með athugasemdum um tímasetningar:

  • 16.00   Tónlistaratriði.( Stundum leika tónlistarmenn meðan gestir eru að safnast saman áður en formleg dagskrá hefst. Þá flytjast allir dagskrárliðir fram um fimm mínútur. Tónlistaratriði í upphafi gæti einnig verið á eftir dagskrárkynningu eða ávarpi.)
  • 16.05    Ávarp, gestir boðnir velkomnir, dagskrá kynnt.( Dagskrárstjóri kynnir flytjendur nú eða í upphafi fyrstu umferðar. Hann kynnir m.a. skáld keppninnar, fyrirkomulag upplestrar í umferðum og útskýrir reglur um lófatak. Einnig tíðkast að flytjendur kynni sig sjálfir.
  • 16.10   Hugsanlega eitt ávarp til viðbótar.(Mjög mikilvægt er að ávörp séu mjög stutt, og alls ekki lengri en fimm mínútur.)
  • 16.15   Upplestur, fyrsta umferð:Saga, ein eða fleiri. (Hafi flytjendur ekki verið kynntir í upphafi samkomu skal gera það áður en upplesturinnhefst. Ekki má hlaða inngang dagskrárinnar meira en svo að sjálfur upplesturinn geti hafist innan fimmtán mínútna frá upphafi dagskrár.)
  • 16.35   Hlé.
  • 16.50   Upplestur, önnur umferð: Ljóð að vali Radda.
  • 17.05   Upplestur, þriðja umferð: Ljóð að eigin vali.
  • 17.25   Tónlistaratriði, dómnefnd að störfum.(Þennan tíma má nota fyrir tónlistaratriði eða önnur skemmtiatriði sem þó þarf að mega ljúka um leið og dómnefnd hefur lokið störfum. Þennan tíma má einnig nýta til að afhenda bækur og aðrar viðurkenn­ingar ef dagskrá hefur dregist á langinn.)
  • 17.45   Afhending verðlauna.(Formaður dómnefndar tilkynnir úrslit. Stundum afhendir hann einnig verðlaunin en stundum gera gefendur það
  • 18.00   Hátíð slitið.