Tímaáætlanir
Ágúst
Leitað er eftir því að skólaskrifstofur veiti keppninni brautargengi í sínu umdæmi. Skólastjórar láta vita hvort þeir ætla að vera með .
September
Kynningarfundur haldinn og bréf send í skóla.
Október
Skólar kynna þátttöku í lok mánaðar á þar til gerðu eyðublaði. Fræðslufundir í boði ef þörf er á.Veggspjald sent í skóla og á skólaskrifstofur.
Nóvember
Skólaskrifstofur leita að sal fyrir lokahátíð og leita styrkja fyrir keppnina. Keppnin hefst formlega í hverjum skóla 16.11.
Janúar
Samráðsfundur Radda og skólaskrifstofa og hugað að stöðu mála og undirbúningur lokahátíða ræddur. Verðlaunabækur útvegaðar. Staður og stund lokahátíða ákveðinn.
Febrúar
Unnið að dagskrá lokahátíða, tónlistaratriði, boðsgestir og dómnefnd valin.
Mars
Lokahátíðir héraða haldnar. Upplýsingar sendar fjölmiðlum. Skýrslum skilað.
Apríl / maí
Mat og úrvinnsla fer fram og drög lögð að framkvæmd keppninnar næsta skólaár.